Icelandair
Icelandair
Icelandair

Deildarstjóri verkefnastofu (PMO)

Deildarstjóri verkefnastofu leiðir teymi verkefnastjóra sem bera ábyrgð á fjölbreyttum verkefnum þvert á rekstrarsvið, þar á meðal flugrekstur, tæknirekstur og flugvallarekstur.

Þetta felur í sér innleiðingu og skil flugvéla, rekstrarhæfni nýrra áfangastaða, stöðugar umbætur, straumlínustjórnun (e. Lean) og fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða þverfagleg teymi og stuðla að samstarfi milli deilda.
  • Stýra flóknum, stórum verkefnum eins og innleiðingu og skilum flugvéla, og tryggja að þau standist tímaáætlanir, fjárhagsáætlun og gæðakröfur.
  • Koma á stöðugum umbótaverkefnum með innleiðingu straumlínustjórnunar og stuðla að framúrskarandi rekstri.
  • Þróa og viðhalda sterkum tengslum við hagsmunaaðila, tryggja skýra samskiptaleiðir og samstillingu markmiða og forgangsröðunar verkefna.
  • Forgangsraða verkefnum og stjórna verkefnaskrá til að tryggja skilvirka nýtingu auðlinda og að markmiðum sé náð.
  • Átta sig á áhættum verkefna og vinna að lausnum til að draga úr mögulegum röskunum á framgangi verkefna.
  • Leiða teymi gegnum breytingar, hvetja þau og tryggja að hámarksárangri sé náð í hröðu og kviku umhverfi flugs.
  • Aðlaga sig að síbreytilegum rekstrarlegum áskorunum og reglugerðarkröfum innan flugiðnaðarins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða menntun á sviði flugrekstrar
  • Reynsla af starfi er snýr að flugi eða flugrekstri er æskileg
  • Reynsla af stjórnun flókinna verkefna og þekking á sviði faglegrar verkefnastjórnunar
  • Frumkvæði, sjálfstæði og áhugi á flugi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að byggja upp sterk sambönd
  • Reynsla af því að leiða og innleiða breytingar á árangursríkan hátt
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti
Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeanPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar