SOS Barnaþorpin
SOS Barnaþorpin
SOS Barnaþorpin

Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barna­þorp­in sjá for­eldra­laus­um börn­um víða um heim fyr­ir fjöl­skyldu og góðri æsku. Fjöldi Íslendinga styrkir starf samtakanna og viljum við þjónusta þá vel. Leitum við nú eft­ir dríf­andi ein­stak­lingi sem brenn­ur fyr­ir mann­úð­ar­mál­, nýtur sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur. Um er að ræða 100% starf á skrifstofu samtakanna að Hamraborg 1 í Kópavogi.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Símsvörun og móttaka

·         Samskipti við styrktaraðila (sími, tölvupóstur og bréf)

·         Skráning á styrkjum í CRM styrktaraðilakerfi

·         Samskipti við alþjóðlegar höfuðstöðvar samtakanna

·         Afstemmingar á bankareikningum

·         Kröfu- og boðgreiðslustofnanir

·         Almenn skrifstofustörf og ýmis tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

·         Góð almenn tölvuþekking, einkum á Excel

·         Gott vald á íslensku og ensku

·         Nákvæmni og tölugleggni

·         Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

·         Reynsla af afstemmingum er kostur

·         Þekking á CRM kerfum er kostur

Umsóknarfrestur

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 25. september. Um­sókn sendist á umsokn@sos.is og þarf henni að fylgja starfs­fer­il­skrá og ít­ar­legt kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyr­ir þeirri hæfni við­kom­andi sem nýt­ist í starfi. Áhuga­sam­ir ein­stak­ling­ar, óháð kyni, eru hvatt­ir til að sækja um starf­ið. Far­ið er með all­ar um­sókn­ir sem trún­að­ar­mál og þeim svar­að að ráðn­ingu lok­inni.

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Schram framkvæmdastjóri í síma 564 2910.

Auglýsing birt10. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hamraborg 1-3 1R, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft CRMPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SharePointPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar