Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Öldrunar- og stuðningsþjónusta - Þjónustufulltrúi

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar að ráða öflugan einstakling í fjölbreytt starf þjónustufulltrúa öldrunar-og stuðningsþjónustu á Nesvöllum.

Um er að ræða 100 % starf tímabundið í eitt ár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15.10.2024. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun, öll almenn upplýsingagjöf, móttaka viðskiptavina, aðstoð vegna umsókna og annað sem snýr að þjónustu sviðsins.
  • Sér um dagsskipulag í Careon vegna stuðningsþjónustu ásamt öðru starfsfólki. Er tengiliður við starfsfólk í stuðningsþjónustu. Setur inn og heldur utan um upplýsingar í kerfinu.
  • Aðstoð við vitjanir eldra fólks.
  • Umsjón með skjalasafni stuðningsþjónustu, Skanna skjöl í Gopro.
  • Aðstoðar við skipulag vegna heimsends hádegismats.
  • Umsjón með bókunum og útleigu á sal Nesvalla.
  • Aðstoð við mánaðarlegt uppgjör öldrunar-og stuðningsþjónustu.
  • Tengiliður við FEBS.
  • Umsjón með facebook síðu Nesvalla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærilegt nám.
  • Reynsla af sambærilegu starfi eða öðrum skrifstofustörfum æskileg
  • Góð tölvufærni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð færni í íslensku bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi.
  • Sveigjanleiki, þjónustulund og jákvæðni.
Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Njarðarvellir 4, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar