Deloitte
Deloitte
Deloitte

Við erum að ráða í áhættu-og gæðadeild Deloitte

Áhættu- og gæðadeild Deloitte (QRS) leitar að jákvæðum, drífandi, sjálfstæðum og metnaðarfullum liðsfélaga á stoðsviði félagsins.  Starfið felur í sér að taka þátt í þeim fjölbreyttu verkefnum sem eru unnin innan deildarinnar.  Starfið hentar vel þeim sem brenna fyrir gæðamálum, bestun ferla og aukinni skilvirkni.

Um teymið 

Áhættu- og gæðadeild er stoðdeild sem starfar þvert á önnur svið Deloitte og er þeim innan handar með ýmis konar mál og fylgni við lög og reglur. Við vinnum saman sem ein heild og störfum mikið með áhættu- og gæðadeildum annarra Norðurlanda. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðkoma að innleiðingu á verklagsreglum og stöðlum 
  • Framkvæma prófanir á eftirlitsþáttum 
  • Samskipti við helstu hagaðila innan félagsins og utan 
  • Miðlæg skráning, eftirlit með reglufylgni, áhættumati og fleira 
  • Innleiðing kerfa og stafræn vegferð 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði eða önnur menntun  
  • Mjög góð samskiptafærni og vilji til samvinnu og að stuðla að góðum starfsanda  
  • Fagmennska, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð mikilvæg 
  • Áhugi á að læra nýja hluti í tengslum við gæða- og reglufylgni 
  • Gagnrýn hugsun og greiningarhæfni mikilvæg 
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli skilyrði 
Fríðindi í starfi
  • Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum 

  • Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat. 

  • Veglegur líkamsræktarstyrkur, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf 

  • Buddy sem kemur þér inn í starfið og regluleg check-in samtöl, 

  • Aðbúnaður starfsfólks er til fyrirmyndar 

  • Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópur og fótbolti í hádeginu svo eitthvað sé nefnt 

Auglýsing birt18. september 2024
Umsóknarfrestur28. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar