Afgreiðsla á bifreiðaverkstæði
Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund á verkstæðismóttöku Bílvogs.
Starfið felst í því að taka á móti viðskiptavinum, símsvörun, reikningsgerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Um framtíðarstarf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Framtíðarmöguleikar fyrir duglega aðila.
Vinnutími er eftirfarandi:
Mán-fim: 8:00 til 17:00
Föstudaga: 8:00 til 16:00
Íslensku og ensku kunnátta er skilyrði.
Nánari upplýsingar veitir Vigfús í síma 564-1180
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
- Samskipti og þjónustu við viðskiptavini
- Gerð kostnaðar- og verkáætlana
- Umsjón með varahlutapöntunum
- Samvinna við bifvélavirkja á verkstæði
- Reikningagerð
· Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
· Lausnamiðað hugarfar og frumkvæði
· Skipulagshæfni
· Góð íslensku- og enskukunnátta
· Góð almenn tölvukunnátta
· Þekking á bókhaldskerfi
· Reynsla af bílaviðgerðum og bílavarahlutum er kostur.