Reykhólahreppur
Reykhólahreppur
Reykhólahreppur

Þjónustufulltrúi á skrifstofu Reykhólahrepps

Reykhólahreppur auglýsir að nýju laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um 90% starf er að ræða. Starfið er laust frá 1. október

Þjónustufulltrúi veitir íbúum, almenningi og starfsmönnum Reykhólahrepps góða og skilvirka þjónustu. Mikil áhersla er lögð á gott viðmót og þjónustulund. Þjónustufulltrúi tekur á móti erindum sem berast á skrifstofu og kemur þeim í réttan farveg

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun og upplýsingagjöf til viðskiptavina
  • Móttaka viðskiptavina og gesta í afgreiðslu
  • Skjalastjórnun og umsýsla umsókna.
  • Ýmis bókhaldsleg verkefni og almenn skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsskólamenntun eða reynsla af þjónustu- og skrifstofustörfum
  • Þekking á bókhaldsstörfum æskileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku kunnátta skilyrði
  • Ensku kunnátta kostur
Fríðindi í starfi

Flutningsstyrkur

Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur30. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Maríutröð 5A, 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar