Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði

Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði sinnir fjölbreyttum verkefnum á málaflokkum sviðsins. Verkefni varða lög sem gilda um málaflokkana, s.s. fjárnám, útburðar- og innsetningargerðir, kyrrsetningar, lögbönn, löggeymslur, nauðungarsölur og skipti á dánarbúum. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á að þjónusta viðskiptavini, taka á móti, afgreiða og skrá beiðnir og gögn og leysa farsællega úr verkefnum. Þjónustufulltrúi skal vinna að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt lögbundnum verkferlum.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Meginverkefni er á sviði aðfarargerða en sinnir verkefnum annarra faghópa eftir þörfum
•    Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við viðskiptavini.
•    Skráning mála, umsýsla, bakvinnsla og eftirfylgni.
•    Undirbúningur fyrir fyrirtökur, móttaka og skráning afturkallana og frestana.
•    Úrlausn og eftirfylgni mála í samráði við fulltrúa.
•    Fylgd með fulltrúa í fullnustugerðum.
•    Frágangur gagna, skönnun og skjalavarsla.
•    Sinnir öðrum verkefnum, þvert á embættið, að beiðni yfirmanns. 

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Stúdentspróf skilyrði, háskólapróf kostur
•    Góð samskiptafærni og þjónustulund
•    Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu viðhorfi
•    Vilji til að þróa eigin færni í takt við þróun starfsins
•    Hæfni til að miðla upplýsingum 
•    Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
•    Nákvæmni og traust vinnubrögð
•    Álagsþol og þrautseigja
•    Góð tölvukunnátta
•    Íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Reyklaus
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar