Gildi
Gildi

Sérfræðingur í lífeyrisdeild

Gildi-lífeyrissjóður auglýsir eftir einstaklingi til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í lífeyrisdeild sjóðsins.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með tölulegar upplýsingar og greiningu gagna. Viðkomandi þarf að búa yfir sjálfstæði í starfi, hæfni í samskiptum og vilja til að tileinka sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni. Næsti yfirmaður er deildarstjóri lífeyrisdeildar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lífeyrisútreikningur og úrskurður lífeyrisréttinda.
  • Skráningar og meðhöndlun gagna.
  • Samskipti við lífeyrisþega og aðra lífeyrissjóði.
  • Þátttaka í umbótaverkefnum.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi innan lífeyrissjóðs er kostur.
  • Reynsla sem nýtist í starfi, s.s. af sambærilegum verkefum.
  • Talnagleggni og greiningarhæfni.
  • Sjálfstæði í starfi, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
  • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.
  • Góð tölvufærni og gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur24. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar