Reykjalundur
Reykjalundur
Reykjalundur

Félagsráðgjafi

Viltu verða hluti af samheldnum og metnaðarfullum hópi félagsráðgjafa sem starfar á Reykjalundi.

Laus er til umsóknar staða félagsráðgjafa, sérfræðingur 2, á Reykjalundi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs, með möguleika á fastráðningu að þeim tíma liðnum.

Á Reykjalundi starfa átta þverfagleg meðferðarteymi á tveimur meðferðarsviðum og er starfið því fjölbreytt. Áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn.

Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk félagsráðgjafa, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, næfingarfræðingar, íþróttafræðingar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar.

Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Hæfniskröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi gefið út af Embætti landlæknis.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi.
  • Áhugi, metnaður og sjálfstæði í starfi.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands og SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu), auk stofnanasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands og Reykjalundar.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf ásamt staðfestingu á námi og sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um starfið veita Nadía Borisdóttir, fagstjóri félagsráðgjafa, [email protected] og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri, [email protected]

Upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is

Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjalundur 125400, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar