

Félagsráðgjafi hjá Barnaverndarþjónustu Norðurland eystra Ak
Velferðarsvið Akureyrarbæjar auglýsir stöðu félagsráðgjafa hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðugildi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Félagsráðgjafi í barnavernd starfar að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála með því að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.
Félagsráðgjafi í barnavernd vinnur að málefnum barna skv. skyldum þeim sem koma fram í barnaverndarlögum nr. 80/2002. Starfsmaðurinn þarf að búa yfir þekkingu í málefnum barna og foreldra sem gerir honum kleift að bera ábyrgð á íhlutun skv. barnaverndarlögum. Starfið krefst auk þess víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga og úrræðum bæði ríkis og sveitarfélaga.
- Könnun í málefnum barna og mat á stuðningsþörf
- Öflun úrræða og eftirfylgni með stuðningi og velferð barna
- Vinnsla við fóstur- og vistunarmál
- Almenn ráðgjöf og sérhæfður stuðningur við foreldra og börn
- Handleiðsla fyrir fósturforeldra, persónulega ráðgjafa og annað starfsfólk sem ráðið er af sviðinu vegna starfa innan barnaverndar
- Markvisst samstarf við aðrar stofnanir og samþætting verkefna
- Fræðslustarf og þróun í málaflokknum
- Bakvaktir
- Meistaragráða MA/MS í félagsráðgjöf eða starfsréttindi í félagsráðgjöf er skilyrði
- Reynsla á sviði barnaverndar/velferðarþjónustu er æskileg
- Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur (s.s. ESTERmat) eða reynsla í uppeldisráðgjöf s.s. PMTO foreldrafærni eða SES.
- Geta til að nýta viðurkennda vísindalega þekkingu við úrlausn mála er kostur
- Þekking og reynsla af viðtalstækni er æskileg
- Krafa er um lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika
- Hæfni til þverfaglegs samstarfs er nauðsynleg
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og hæfni til að vinna undir álagi eru mikilvægir kostir
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta á íslensku og ensku er nauðsynleg
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu










