Akureyri
Akureyri
Akureyri

Deildarstjóri í Glerárskóla á Akureyri

Í Glerárskóla er laus til umsóknar 100% ótímabundin staða deildarstjóra.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2025.
Deildarstjóri starfar í þriggja manna stjórnunarteymi skólans við daglega stjórnun innan skólans og veitir faglega forystu í öllu skólastarfi Glerárskóla.
Í Glerárskóla eru rúmlega 300 nemendur og um 60 starfsmenn.
Glerárskóli vinnur samkvæmt hugmyndafræði jákvæðs aga og Olweusar. Skólinn er Grænfánaskóli og stundar úti- og grenndarkennslu auk þess að leggja áherslu á læsi, leiðsagnarnám og teymisvinnu. Auk þess er Glerárskóli Erasmus+ vottaður skóli. Glerárskóli er hnetulaus skóli.
Stoðþjónusta Glerárskóla er gríðarlega öflug og fagleg en það styrkir allt skólastarf í þágu nemenda.
Einkunnarorð skólans eru HUGUR-HÖND-HEILBRIGÐI
Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.glerarskoli.is
Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda og starfsfólks í samstarfi við aðra stjórnendur skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir faglega forystu í öllu skólastarfi og skólaþróun.
  • Vinnur að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans.
  • Er í öflugu samstarfi við kennara, starfsfólk, nemendur og forráðamenn.
  • Fer fyrir daglegu skipulagi í skólastarfi og er næsti yfirmaður kennara og starfsfólks skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Farsæl reynsla af kennslu í grunnskóla er æskileg.
  • Farsæl reynsla af stjórnunarstörfum, helst í skólakerfinu, er æskileg.
  • Vald á fjölbreyttum kennsluaðferðum sem taka mið af þörfum, áhuga og getu nemenda og hæfni til að miðla þekkingu sinni ásamt því að styðja kennara í starfi.
  • Reynsla af þróunarstarfi og faglegri forystu.
  • Reynsla og þekking af teymisvinnu og uppeldisstefnunni Jákvæður agi.
  • Mjög góð þekking á leiðsagnarnámi og hæfni til að leiða innleiðingu.
  • Góð tækniþekking og hæfni til að nýta hana í skólastarfi.
  • Þekking á innra mati og hæfni til að leiða innra mat í skólanum.
  • Áhugi og metnaður fyrir að vinna að og framfylgja stefnu skólans.
  • Áhugi og metnaður til að leita nýrra leiða og framþróunar í skólastarfi auk þess að efla hefðir í skólastarfi Glerárskóla.
  • Góð þekking á kennslu- og uppeldisfræði.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, víðsýni og samstarfsvilji.
  • Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og hæfni í samskiptum.
  • Metnaður til að ná árangri í starfi fyrir hönd Glerárskóla.
  • Reglusemi, stundvísi og samviskusemi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar