Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg

Leikskólakennari - leikskólaliði

Erum við að leita að þér?
Maríuborg er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt, lífsleikni og leikgleði.
Við leitum að starfsmanni í leikskólann Maríuborg, sem er staðsettur í nátttúruparadís Grafarholts. Einkunnarorðin eru leikur, samskipti og námsgleði þar sem við leitumst eftir að skapa hlýlegt námsumhverfi barna og fullorðinna. Við styðjumst við Menntastefnu Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu kraftmikið leikskólastarf þar sem börnin fá menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast.
Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt, gefandi og getur þú haft áhrif á þau ævintýri sem skapast þar á hverjum degi!
Bæði fullt starf og hlutastarf í boði.
Helstu verkefni og ábyrgð

Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Tekur virkan þátt í skipulagningu faglegs starfs, foreldrasamstarfi og tekur virkan þátt í leik og starfi með börnunum á deildinni bæði inni og úti, undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Stundvísi og faglegur metnaður.
  • Frumkvæði, áhugi og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur5. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Maríubaugur 3, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar