

Fagstjóri í hreyfingu
Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi er sex deilda leikskóli sem var opnaður
árið 2006. Allir leikskólar innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda heilsustefnunnar sem hverfist um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og
nærsamfélagsins.
Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar
Hjá okkur er lögð áhersla á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska
þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.
Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi
á Íslandi þar sem heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt
starf og rekstur heilsuleikskóla.
Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi
Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast
þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga.
Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd. Viðverustefna umbunar starfsmönnum
fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá
Taktu þátt í að byggja upp heilsueflandi leikskóla i Kópavogi
Frekari upplýsingar veitir Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir leikskólastjóri í síma 570 - 4940 eða á netfangið [email protected]
Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred.is og um starfsemi
Skóla ehf. á skolar.is
- Örva börnin í gegnum hreyfingu, jafnvægi og styrk
- Skipuleggja hreyfistundir og meta hreyfiþroska barna
- Samvinnufús og hefur góða hæfni í samskiptum.
- Tilbúinn að taka þátt í öflugri starfsþróun.
- Stundvís, samviskusamur, jákvæður, sýna frumkvæði og hafa ánægju af því að vinna með ungum börnum
- Íþróttakennari/fræðingur
- Leikskólakennaramenntun eða annað kennarapróf
- Uppeldismenntaður starfsmaður með reynslu af hreyfingu barna
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
- Frumkvæði og ábyrgð í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- 3 heilsusamlegar máltíðir
- Samgöngustyrkur
- Íþróttastyrkur
- Reglulegar heilsufarsskoðanir
- Viðverustefna












