Farandgæsla á Reykjanesi
Vilt þú vera á ferðinni?
Við leitum að liðsauka í okkar frábæra farandgæslu hóp á Reykjanesi!
Sem öryggisvörður í farandgæslu tryggir þú almennt öryggi viðskiptavina okkar á ferðinni. Helstu verkefni eru reglubundnar eftirlitsferðir, fjölbreytt útköll og viðhald á snöggu viðbragði og framúrskarandi þjónustu.
Ef þú...
- býrð yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- sýnir frumkvæði í starfi og getu til að vinna sjálfstætt
- býrð yfir metnaði til að takast á við krefjandi verkefni
- ert stundvís og áreiðanleg/ur í starfi
- býrð yfir góðri íslenskukunnáttu
... þá gætum við verið að leita af þér!
Í boði er fullt starf þar sem unnið er á vaktakerfinu 5-5-4, ýmist dag- eða næturvöktum. Starfið hentar öllum kynjum sem hafa náð 20 ára aldri, er með hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk.
Við hvetjum umsækjendur til að skila inn umsóknum sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.
Nánar upplýsingar um starfið veitir Sævar Þór Svanlaugsson, verkefnastjóri staðbundina gæslu, í síma 580-7000.