Jólagæsla
Vilt þú vera með okkur um jólin ?
Securitas leitar að jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum sem eru tilbúin að leggja sitt af mörkum og taka að sér starf öryggisvarða yfir hátíðirnar.
Helstu verkefni öryggisvarða er að hafa eftirlit með rýrnun í verslunum, bregðast við boðum frá öryggishliðum og vera sýnileg/t/ur.
Ef þú...
- Býrð yfir framúrskarandi þjónustulund.
- Hefur snyrtimennsku í fyrirrúmi.
- Býrð yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum.
- Réttir fram hjálparhönd.
...þá erum við að leita af þér !
Um er að ræða vaktavinnu sem miðast við opnunartíma verslana, sem er alla jafna milli 10:00-23:00.
Möguleiki er á áframhaldandi starfi að jólavertíð lokinni.
Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember næstkomandi. Við hvetjum umsækjendur til að skila inn umsóknum sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.
Við hvetjum öll kyn sem náð hafa 18 ára aldri með hreint sakavottorð að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ísleifur Árnason, deildarstjóri staðbundinnar gæslu í síma 580-7000.