Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar frá upphafi til vorra daga og stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af sögu og minjum lands og þjóðar. Meginhluti safnhússins hýsir grunnsýningu Þjóðminjasafnsins: Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár.
Umsjónarmaður húsnæðis- og öryggismála
Laust er til umsóknar fullt starf umsjónarmanns húsnæðis- og öryggismála í Þjóðminjasafni Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér ábyrgð og daglega umsjón með öryggismálum og húsnæði safnsins ásamt viðhaldi og rekstri öryggiskerfa, húsnæðis og bifreiða. Leitað er að vandvirkum, þjónustulunduðum og úrræðagóðum einstaklingi með góða almenna tækniþekkingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón með húsnæðis- og öryggismálum safnsins, eftirlit með virkni öryggis-, hús- og loftræstikerfa og samskipti við þjónustuaðila.
- Dagleg umsjón með góðri umgengni um húsnæði safnsins, jafnt skrifstofu- og sýningarhúsnæði, minni háttar viðhald og samskipti við þjónustuaðila og iðnaðarmenn.
- Þátttaka í viðhaldi öryggishandbóka og reglulegri öryggisfræðslu og eftirlit með þjónustu öryggisfyrirtækja.
- Vinnur tillögur að viðhaldsáætlunum og annast samskipti við iðnaðarmenn.
- Innkaup og öflun tilboða.
- Umsjón með bifreiðum safnsins, lóðum og sorphirðumálum.
- Er fulltrúi safnsins í öryggisnefnd og tekur þátt í þjálfun starfsfólks á öryggiskerfi og rýmingu.
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. iðn- eða tæknimenntun.
- Reynsla af hússtjórnarkerfum og öryggiskerfum æskileg.
- Góð almenn tölvuþekking.
- Verklagni, vinnusemi, ákveðni, frumkvæði og vönduð vinnubrögð.
- Góð heilsa/líkamlegt hreysti, snyrtimennska og samstarfslipurð.
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Full stytting vinnuviku
Auglýsing birt13. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Suðurgata 41, 101 Reykjavík
Vesturvör 16-20 16R, 200 Kópavogur
Tjarnarvellir 11, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLíkamlegt hreystiMannleg samskiptiVandvirkniÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Farandgæsla á Reykjanesi
Securitas
Starfsmaður á stjórnstöð
Öryggismiðstöðin
Aðstoðarmaður yfir Tryggingatjónum
MT Ísland
Myndun og gps-mælingar á lögnum
Fóðrun ehf
Blikksmiður og eða smiður
Blikksmiðja Ágústs Guðjónss ehf
Málari
Liturinn ehf.
Jólagæsla
Securitas
Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Egilsstöðum
Húsasmiðjan
Umsjón fasteigna hjá Grundarheimilunum
Grundarheimilin
Öryggisvörður á Akureyri
Securitas
Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Svignaskarði
Orlofsbúðir Svignaskarði
Samveitur Garðabæjar óska eftir pípulagningarmanni
Garðabær