MT Ísland
MT Ísland var stofnað árið 2019 af danska fyrirtækinu Midtfyns Totalservice sem hefur sérhæft sig í raka og mygluskemmdum ásamt tjónaviðgerðum eftir vatns og brunatjón síðustu 25 ár. Hjá MT Ísland starfa 20 manns á mismunandi sviðum. MT Ísland sér um rakamælingar og almennar ástandsskoðanir á eignum. Fyrirtækið vinnur náið með OBH verkfræðistofu í Danmörku þegar kemur að greiningu á myglusýnum.
Fyrirtækið er ört vaxandi og meðal viðskiptavina eru stærstu leigu og fasteignafélög landsins.
Aðstoðarmaður yfir Tryggingatjónum
MT Ísland leitar eftir öflugum og sjálfstæðum starfskrafti til að hafa umsjón yfir þeim tryggingatjónum sem koma inn á borð fyrirtækisins.
Um fjölbreytt og spennandi starf er að ræða og mun viðkomandi fá tækifæri til þess að þróast og vaxa í starfi.
Starfinu getur oft á tíðum fylgt mikið álag og þar af leiðandi óskum við eftir einstakling sem er yfirburða skipulagður, vinnur vel undir pressu og getur haldið mörgum boltum á lofti í einu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Krafa um reynslu í húsasmíði.
- Lausnamiðuð nálgun og sterk samskiptafærni.
- Skipulagshæfileikar og geta til að vinna undir álagi.
- Frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Gott verkvit.
- Skilyrði að geta talað og skrifað íslensku.
Fríðindi í starfi
Starfinu fylgir ökutæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tjónaskýrslur.
- Útköll og lekaleit.
- Samskipti við tryggingarfélög og tjónþola.
- Skipulag og dreifing verkefna á iðnaðarmenn.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur6. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Turnahvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiMannleg samskiptiSkipulagVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Uppsteypu gengi / Concrete formworker
AF verktakar ehf
Verkstjóri í stálsmiðju – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri ehf
Umsjónarmaður húsnæðis- og öryggismála
Þjóðminjasafn Íslands
Experienced and skilled all-round carpenter
Víngerð Reykjavíkur ehf.
Blikksmiður og eða smiður
Blikksmiðja Ágústs Guðjónss ehf
Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Egilsstöðum
Húsasmiðjan
Smiður óskast
Tindhagur ehf.
Umsjón fasteigna hjá Grundarheimilunum
Grundarheimilin
Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Svignaskarði
Orlofsbúðir Svignaskarði
Verkstjóri í sal
Kambstál ehf
Húsasmiðir
Gleipnir verktakar ehf
Kranamaður óskast
Húsasmíði