Öryggisvörður á Akureyri
Við hjá Securitas á Akureyri leitum að liðsauka í okkar frábæra gæsluteymi. Viðkomandi kemur til með að taka þátt í að viðhalda góðu viðbragði og framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar. Lögð er rík áhersla á jákvætt hugarfar, sjálfstæð vinnubrögð og góðan liðsanda.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem er tilbúin að takast á við krefjandi og skemmtilegt verkefni sem snýr að öryggisgæslu.
Ef þú...
- býrð yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- sýnir frumkvæði í starfi og getu til að vinna sjálfstætt.
- býrð yfir metnaði til að takast á við krefjandi verkefni.
- Býrð yfir góðri íslenskukunnáttu.
... þá gætum við verið að leita af þér!
Í boði er 100% starf ýmist á dag-, kvöld- og nætuvöktum.
Við hvetjum öll kyn sem eru 20 ára eða eldri og eru með hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini til þess að kynna sér starfið nánar og sækja um. Securitas leggur mikla áherslu á kennslu og þjálfun fyrir allt starfsfólk, sem og þróun í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember nk. Við hvetjum umsækjendur til að skila inn umsóknum sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.
Nánar upplýsingar um starfið veitir Jónas Björnsson, útibússtjóri í síma 580-7000.