

Eventum leita að reynslumiklum viðburðastjóra
Ert þú skipulagður og skapandi einstaklingur með brennandi áhuga á viðburðum? Viltu vinna í öflugu og metnaðarfullu teymi þar sem enginn dagur er eins? Þá gætir þú verið sú/sá sem við hjá Eventum erum að leita að!
Við leitum að einstaklingi sem:
-
Hefur að lágmarki 2-3 ára reynslu af viðburðastjórnun/verkefnastjórnun eða sambærilegu starfi
-
Er framúrskarandi í samskiptum og teymisvinnu
-
Er lausnamiðaður, sveigjanlegur og með góða yfirsýn
-
Er vanur að vinna undir álagi og sinna mörgum verkefnum í einu
-
Hefur góða færni í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli
-
Hefur þekkingu á verkefnastjórnunartólum og/eða viðburðakerfum (kostur)
Í starfinu felst meðal annars:
-
Yfirumsjón og skipulagning viðburða af ýmsum stærðum og gerðum
-
Samskipti við birgja, viðskiptavini og samstarfsaðila
-
Gerð tímalína, kostnaðaráætlana og eftirfylgni verkefna
-
Vinna á staðnum á viðburðum eftir þörfum
Við bjóðum upp á:
-
Fjölbreytt og spennandi verkefni í lifandi umhverfi
-
Frábært teymi og jákvæða vinnustaðamenningu
-
Tækifæri til að vaxa og þróast í starfi
-
Sveigjanlegan vinnutíma að hluta
Hljómar þetta eins og þú? Sendu okkur ferilskrá og stutta kynningu á þér á [email protected] fyrir 20.apríl 2025.
Við hlökkum til að heyra frá þér!













