Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnisstjóri doktorsnáms

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra við nemendaþjónustu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið skiptist í 60% umsjón með doktorsnámi og 40% umsjón með öðrum verkefnum innan nemendaþjónustunnar. Verkefnisstjóri sinnir aðstoð við nemendur og kennara sviðsins, hefur umsjón með doktorsnámi sviðsins, vinnur náið með öðrum verkefnisstjórum og er í samskiptum við bæði innlenda og erlenda háskóla og stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón, utanumhald og eftirfylgni með doktorsnámi á sviðinu
  • Þjónusta, ráðgjöf og upplýsingamiðlun til nemenda og kennara
  • Umsjón með umsóknum, námsferlum og vörnum doktorsnema
  • Umsýsla og samskipti við andmælendur vegna doktorsvarna
  • Þátttaka í þróun verkferla doktorsnáms
  • Umsjón með nemendatengdum viðburðum í doktorsnámi
  • Þátttaka í öðrum verkefnum á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf er kostur
  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Reynsla og/eða þekking af verkefnastjórnun er kostur
  • Þjónustulund, samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
  • Skipulagsfærni, góð yfirsýn og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í bæði ræðu og riti
Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur25. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dunhagi 5, 107 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar