Mögnum
Mögnum
Mögnum

VERKEFNASTJÓRI FJÁRMÁLA - CAFF OG PAME

CAFF og PAME, skrifstofur Norðurskautsráðsins óska eftir að ráða öflugan aðila í starf verkefnastjóra fjármála. Megintilgangur Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council) er að stuðla að samvinnu, samhæfingu og samskiptum á milli ríkja norðurskautssvæðisins í málefnum sem varða sjálfbæra þróun og umhverfisvernd á svæðinu.

Starfið er í þróun og er hér því spennandi tækifæri til að taka þátt í að móta það á vettvangi fjölbreytts og alþjóðlegs samstarfs. CAFF og PAME skrifstofurnar eru staðsettar á Borgum, Akureyri og starfa þar 6 manns.

Um 100% starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjárhagsleg umsýsla og áætlanagerð, í samstarfi við framkvæmdastjóra
  • Vinnsla og skil upplýsinga til bókhaldsskrifstofu
  • Upplýsingagjöf og samskipti við hagaðila varðandi fjárhagslega þætti verkefna
  • Þátttaka í umbótum og þróun verkefna og starfsemi
  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi verkefna CAFF og PAME
  • Aðkoma að umsóknum um styrki, utanumhald og uppgjör verkefna
  • Pantanir og umsýsla vegna ferðalaga starfsfólks erlendis og innanlands
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Haldbær reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla eða þekking á fjármálum og/eða bókhaldi kostur
  • Greiningarhæfni og geta til að miðla upplýsingum á skýran hátt
  • Mjög rík hæfni til samstarfs og samskipta
  • Umbótahugsun og vilji til þróunar og breytinga
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Nákvæmni og skipulagsfærni
  • Mjög góð tölvufærni og tæknilæsi
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku
Auglýsing birt15. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skipagata 16, 600 Akureyri
Borgir 1, 601 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar