
Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn.
Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.

Leiðtogi í uppbyggingu og framkvæmdum
Staða rekstrarstjóra Eignasjóðs
Við leitum að framsæknum og talnaglöggum leiðtoga til að stýra umfangsmikilli uppbyggingu, nýframkvæmdum og eignaumsjón í ört vaxandi sveitarfélagi.
Mikilvægt er að rekstrarstjóri hafi farsæla reynslu af mannauðs- og fjármálastjórnun, hafi þekkingu á rekstri sveitarfélaga og ríka þjónustulund.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á nýframkvæmdum mannvirkja, lóða, gatna og veitna
- Ábyrgð á eignaumsjón
- Ábyrgð á gerð og eftirfylgni fasteignastefnu
- Ábyrgð á áhættustýringu verkefna Eignasjóðs
- Ábyrgð á endurbótum mannvirkja, lóða, gatna og veitna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði, fjármála- eða rekstrarverkfræði eða annað sambærilegt nám
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af stjórnun fjármála og mannauðs
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
- Jákvæðni og lausnamiðuð vinnubrögð
- Reynsla og þekking á samningagerð, útboðs- og innkaupamálum
- Þekking á opinberri stjórnsýslu
- Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð
- Gott vald á aðferðum og tólum til greiningar og áætlunargerðar
- Gott vald á upplýsingatækni og þekkingu á framsetningu gagna
- Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku
Auglýsing birt31. mars 2025
Umsóknarfrestur29. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
ÁhættugreiningFrumkvæðiHreint sakavottorðInnleiðing ferlaOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Rekstrarstjóri
Fjallsárlón ehf.

Producer
CCP Games

Verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi
Klúbburinn Geysir

Sölumaður / Verkefnastjóri
Fagefni ehf.

Leiðtogi umhverfis og veitna
Mosfellsbær

VERKEFNASTJÓRI FJÁRMÁLA - CAFF OG PAME
Mögnum

Verkefnastjóri
Icelandair

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Verkefnastjóri viðskiptakerfa
Advania

Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Ísafirði
Húsasmiðjan

Verkefnastjóri – Kynning og fræðsla í 50% starfshlutfalli
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi