Deildarstjóri skráningardeildar og klíniskra rannsókna

Ert þú öflugur stjórnandi með brennandi áhuga á að leiða hóp sérfræðinga?
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum stjórnanda til að leiða um 20 manna deild innan Vistor. Deildin samanstendur af sérfræðingum sem sinna klínískum rannsóknum, þýðingum og sérhæfðri skráningarvinnu. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir einstakling sem býr yfir sterkum leiðtogahæfileikum, færni í að skapa jákvæða vinnustaðamenningu og hefur áhuga á tæknivæðingu og stafrænum framförum.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar
  • Leiða teymi reyndra sérfræðinga og stuðningur við starfsfólk
  • Samskipti við yfirvöld, birgja og viðskiptavini
  • Ábyrgð á öllu sem lýtur að skráningu lyfja og því að starfsemi deildarinnar samræmist samningum við erlenda lyfjabirgja og kröfur yfirvalda
  • Deildarstjóri skráningardeildar og klínískra rannsókna er virkur þátttakandi í stjórnendahópi Vistor og situr í gæðaráði félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á heilbrigðis- eða raunvísindasviði. Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og reksturs er kostur
  • Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að leiða teymi til árangurs
  • Þekking á skráningarferlum og íslenska heilbrigðiskerfinu
  • Metnaður og drifkraftur til að ná árangri í starfi
  • Hæfni til að tileinka sér og innleiða tækninýjungar
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði og þekking á Norðurlandatungumáli er kostur
Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur10. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar