Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Spennandi starf deildarstjóra í nýjum íbúðarkjarna

Velferðarsvið Kópavogsbæjar opnar nýjan íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk í apríl 2025.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að koma að starfsemi kjarnans frá grunni og skipuleggja og leiða faglegt starf í samstarfi við forstöðumann.

Um er að ræða sjö íbúða kjarna og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og valdeflandi samskipti. Unnið er eftir hugmyndafræðunum um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu þar sem aðallega er unnið á dagvöktum og öðrum vöktum eftir samkomulagi.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann.
  • Ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni þjónustuáætlana.
  • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa, jafnt innan sem utan heimilis.
  • Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
  • Gætir þess að réttindi íbúa séu virt og að starfað sé eftir lögum.
  • Ber ábyrgð á að starfsfólk vinni eftir hugmyndafræði og lögum sem um þjónustuna gilda.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfa, mennta- eða félagsvísinda.
  • Gerð er krafa um haldgóða reynslu af starfi með fötluðu fólki.
  • Þekking á meginhugmyndum er birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
Fríðindi í starfi

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í sundlaugum bæjarins.

 

Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur10. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Vaktaskipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar