Sólvangur hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.
Aðstoðardeildarstjóri
Við leitum að hæfum og metnaðarfullum aðstoðardeildarstjóra til að styrkja okkar faglega teymi á hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hafnarfirði. Starfið felur í sér ábyrgð á stjórnun hjúkrunar ásamt ábyrgð á þjónustugæðum og öryggi á deild.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðir og skipuleggur hjúkrun á deild í samráði við deildarstjóra
- Ber meginábyrgð á klínískum viðfangsefnum og þjónustu við íbúa í samræmi við kröfur um þjónustu á hjúkrunarheimilum
- Tryggir gæði og samfellu í þjónustunni í samstarfi við deildarstjóra
- Tekur þátt í fræðslu og kennslu fyrir nýtt starfsfólk og nemendur
- Ber ásamt deildarstjóra ábyrgð á móttöku nýrra íbúa
- Tekur þátt í teymisvinnu og RAI mati
- Er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð klínísk færni og fagleg vinnubrögð
- Hjúkrunarreynsla í öldrunarþjónustu
- Góð færni í verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Framhaldsnám í hjúkrun er mikill kostur
Auglýsing birt17. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Hjúkrunarfræðingur á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingar Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Vaktstjórar sumarstarf - Hjúkrunar- og læknanemar
Sóltún hjúkrunarheimili
Söluráðgjafi Stuðlaberg heilbrigðistækni
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni
Heilsuvernd heilsugæsla er að ráða hjúkrunarfræðinga.
Heilsuvernd Heilsugæsla - Urðarhvarfi
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa hjá Heilsuvernd.
Heilsuvernd ehf.
Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingur á Silfurtún í Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Búsetukjarninn Hulduhlíð
Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingur. Heilsugæsla HVE Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands