Íslandsturnar hf
Íslandsturnar hf

Byggingarverk- eða tæknifræðingur Íslandsturna

Íslandsturnar óska eftir að ráða áhugasaman einstakling í starf byggingarverk- eða tæknifræðings.

Byggingarverk- eða tæknifræðingur Íslandsturna mun taka þátt í uppbyggingu og viðhaldi á fjarskiptamannvirkjum félagsins um land allt. Starfsmaðurinn mun leiða umsjón með viðhaldi og endurbótum fjarskiptastaða auk þess sem starfsmaðurinn mun taka þátt í tæknihönnun og eftirliti með nýjum fjarskiptamannvirkjum. Íslandsturnar bæta stöðugt við safn sitt og leggja kapp á traust viðhald eldri mannvirkja.

Íslandsturnar bjóða upp á spennandi vinnustað þar sem mikil samvinna fer fram við fjölda samstarfsaðila, svo sem verktaka, viðskiptavini og sveitarfélög. Starfið innifelur mikil samskipti utan skrifstofu og vettvangsferðir víða um landið.

Við leitum að kappsfullum starfsmanni sem hefur menntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði og hefur reynslu af burðarþolshönnun með áherslu á stál- og steypumannvirki.

Um Íslandsturna:

Íslandsturnar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri og uppbyggingu á mannvirkjum fyrir fjarskiptabúnað. Íslandsturnar eiga nú þegar hundruð fjarskiptamastra og aðstöður sem hýsa fjarskiptabúnað víðs vegar um landið og fyrirtækið er stöðugt að fjölga mannvirkjum sínum. Íslandsturnar er hluti af hópi sambærilegra fyrirtækja í fleiri löndum og býr að því að eiga með þeim samstarf um nýjungar og lausnir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Viðhald núverandi mannvirkja
  • Burðarþolshönnun nýrra mannvirkja
  • Úttektir og eftirlit
  • Umsjón verklegra framkvæmda
  • Samskipti við leigusala og viðskiptavini
  • Samskipti við verktaka og samstarfsaðila
  • Umbótaverkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði byggingar-, tækni- eða verkfræði
  • Reynsla af burðarþolshönnun minni mannvirkja
  • Löggiltur hönnuður burðarvirkis eða uppfyllir skilyrði um umsókn að löggildingu
  • Jákvætt og lausnamiðað viðhorf og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæði
  • Umhverfis- og öryggisvitund
  • Þjónustulund og góð samvinna í hópi
  • Kappsemi og vilji til að ná árangri
  • Skipulagshæfni ásamt getu og vilja til að halda mörgum boltum á lofti í einu

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is).

Auglýsing stofnuð12. júní 2024
Umsóknarfrestur1. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Ármúli 6, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar