VHE
VHE
VHE

Vélahönnuður - Verkfræðideild

Vegna mjög góðrar verkefnastöðu óskum við eftir að ráða til okkar vélahönnuði sem geta unnið sjálfstætt, eru lausnarmiðaðir og með ríka þjónustulund.

Um er að ræða fullt starf á skemmtilegum vinnustað við fjölskylduvænar aðstæður þar sem mikill stígandi hefur verið í vexti og þróun fyrirtækisins.

Verkfræðideild VHE hefur náð að skapa sér góðan og stöðugan sess á sviði hug- og vélbúnaðarþróunar í iðngeiranum og býður uppá starfsvettvang þar sem sjálfstæði starfsmanna, drifkraftur og frumlegar lausnir fá að njóta sín.

Hæfni- og menntunarkröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í hönnun vélbúnaðar (Vélaverkfræði, véliðnfræði eða sambærilegt).
  • Þekking og reynsla af hönnun og uppsetningu á vélum og vélbúnaði í iðnaði
  • Íslenska eða góð enskukunnátta skilyrði
  • Sjálfstæði í starfi
  • Áhugi á fjölbreyttum og krefjandi verkefnum

Öll kyn eru hvött til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu og eru allar umsóknir meðhöndlaðar með fullum trúnaði.

Nánari upplýsingar um störfin má óska eftir hjá Hjalta, hjaltikr@vhe.is eða í síma 575-9700

Auglýsing stofnuð29. júní 2024
Umsóknarfrestur31. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Melabraut 27, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar