Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Vilt þú komast á spennandi samning í vélvirkjun?

Við leitum að áhugasömum og jákvæðum iðnnemum sem hafa lokið grunndeild málmiðna og langar til að vinna sinn námssamning hjá Orku náttúrunnar.
Við bjóðum upp á metnaðarfullan námssamning þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf.
Í virkjunum okkar á Hellisheiði, Nesjavöllum og við Andakílsá framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Orka náttúrunnar er leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku og því um spennandi nemastöðu að ræða í einstöku fyrirtæki sem hefur þann tilgang að auka lífsgæði og skapa verðmæti með sjálfbærni að leiðarljósi.
Vinnutíminn er frá klukkan 8:20-16:15 á mánudögum til fimmtudags og til klukkan 15:10 á föstudögum.
Almenna starfsstöðin er í Hellisheiðarvirkjun, en viðkomandi mun jafnframt kynnast starfsemi okkar á Nesjavöllum og í Andakílsá.
Boðið er upp á akstur frá höfuðstöðvum ON í Reykjavík og frá Selfossi/Hveragerði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Á vélaverkstæði ON kynnist þú fjölbreyttu og samfélagslega mikilvægu hlutverki fyrirtækisins, m.a. hvernig við framleiðum rafmagn og heitt vatn í virkjunum okkar.
Þú kemur til með að vinna við fjölbreytt viðhald á vélbúnaði, kynnast vinnu með gíra, loka og dælur og taka þátt í umfangsmiklum upptektum á gufutúrbínum.
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að iðnnemum sem hafa lokið grunndeild málmiðna og hafa brennandi áhuga á að efla færni sína og þekkingu í styðjandi starfsumhverfi

Rík öryggisvitund er skilyrði

Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaGrunnfærni
ÍslenskaÍslenskaGrunnfærni
Staðsetning
Nesjavallavirkjun 170925, 801 Selfoss
Hellisheiðarvirkjun
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar