Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Starf á þjónustustöð á Sauðárkróki

Vegagerðin leitar að starfsmanni í fjölbreytt afgreiðslustarf á þjónustustöðina á Sauðárkróki. Vegagerðin rekur 18 þjónustustöðvar víðs vegar um landið og sjá þær um almenna þjónustu og viðhald vega og vegbúnaðar á sínu starfssvæði. Hlutverk þjónustustöðva er að sjá til þess að ástand vega, vegsvæða og samgöngumannvirkja sé þannig að umferð gangi sem greiðast og öruggast fyrir sig, allan ársins hring. Á sumrin fer fram afgreiðsla á biki í dagvinnu og um kvöld og helgar. Yfir vetrartímann er unnið á bakvöktum um kvöld og helgar við eftirlit með færð á starfssvæði þjónustustöðvarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Birgðahald, umsjón með lager og afgreiðsla 

  • Halda lóð, áhaldahúsi og öðrum mannvirkjum á lóð snyrtilegum 

  • Rekstur á biktanki og afgreiðsla 

  • Sjá um viðhald og þrif á vélum og tækjum þjónustustöðvar í samráði við starfsmenn þjónustustöðvar 

  • Þjónusta á vegum og vegbúnaði s.s. viðhald á vegstikum, umferðarmerkjum og öðrum vegbúnaði   

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun eða reynsla af sambærilegu starfi æskileg  

  • Góð tölvufærni 

  • Skipulagsfærni 

  • Góð öryggisvitund 

  • Hæfni í mannlegum samskiptum 

  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta 

Auglýsing stofnuð1. júlí 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Borgarsíða 8, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar