Bláskógabyggð
Bláskógabyggð

Bláskógaveita óskar eftir starfsmanni

Bláskógaveita annast rekstur og framkvæmdir við hita- og vatnsveitu Bláskógabyggðar. Veitan tilheyrir framkvæmda- og veitusviði Bláskógabyggðar og er hluti af mikilvægum innviðum í sveitarfélaginu.

Bláskógaveita/Bláskógabyggð óskar eftir að ráða til sín öflugan einstakling sem starfsmann. Yfirmaður starfsmanns er veitustjóri. Um er að ræða 100% starf, en auk þess þarf starfsmaðurinn að vera tilbúinn til að sinna útköllum, komi upp bilanir. Vegna þess þarf starfsmaður að vera búsettur á dreifisvæði veitunnar eða í næsta nágrenni. Starfssvið er eftirfarandi:

o Starfar með yfirmanni að daglegum rekstri veitukerfa.

o Starfar með yfirmanni að umsjón og viðhaldi veitukerfa.

o Vinna við nýframkvæmdir við vatnsöflun, veitukerfi og mannvirki þeim tengd.

o Ábyrgð á að farið sé eftir viðeigandi reglum um öryggi á vinnustað og að frágangur verka sé með viðeigandi hætti.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Iðnmenntun sem nýtist í starfi, t.a.m. í málmiðngreinum.

· Reynsla og þekking á sviði veitna og framkvæmda æskileg.

· Færni í mannlegum samskiptum.

· Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð

· Góð almenn tölvukunnátta.

· Ökuréttindi.

· Suðuréttindi æskileg.

· Vinnuvélaréttindi æskileg.

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem ástæður umsóknar koma fram og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí næstkomandi. Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu berast á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristófer Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar, í síma 480- 3000. Bláskógabyggð er í uppsveitum Árnessýslu í um 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Íbúar eru um 1.450, en auk þess eru um 2.000 sumarhús í sveitarfélaginu. Innviðir eru góðir og hefur talsverð uppbygging átt sér stað á síðustu árum. Í sveitarfélaginu eru vinsælar náttúruperlur og sögufrægir staðir. Atvinnuvegir eru ferðaþjónusta, landbúnaður, þar með talin garðyrkja, og ýmsar þjónustugreinar. Þéttbýlisstaðir eru Reykholt, Laugarvatn og Laugarás.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinna við lagnir, viðhald og þjónustu kaldavatns- og hitaveitu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Sveinspróf í málmiðngreinum.

Iðnaðarstörf

Pípulagnir - Málmsuða

Auglýsing stofnuð3. júlí 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Laugarvatn 224243 , 840 Laugarvatni
Reykholt áhaldahús 175977, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.PípulagningarPathCreated with Sketch.PípulagnirPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveinsprófPathCreated with Sketch.VélvirkjunPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar