PCC BakkiSilicon
PCC BakkiSilicon
PCC BakkiSilicon

Vélvirkjar

PCC Bakki Silicon leitar eftir metnaðarfullum vélvirkjum eða vélvirkjanemum.

Við bjóðum uppá mjög fjölbreytt verkefni í góðu starfsumhverfi.

Í boði er bæði vaktavinna og dagvinna.

Við hvetjum fólk til að sækja um óháð kyni.

PCC BakkiSilicon hóf stöf árið 2018 og er ein fremsta verksmiðja á sínu sviði í heiminum, bæði þegar litið er til tækni og umhverfismála. Sílíkon málmur er notaður sem álblanda og er nýttur í efnaiðnaði meðal annars til framleiðslu á síoxönum og sílíkoni. Í verksmiðjunni okkar á Húsavík starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum. Fyrirtækið leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, teymisvinnu og starfsanda, ásamt ríkri öryggis og umhverfisvitund. Við leitum nú að umsækendum fyrir starf vélvirkja til að koma til hóps við okkar frábæra lið sem leiðir og samhæfir rekstur verkstæðis PCC BakkiSilicon. Vélvirkjar hjá PCC BakkiSilicon vinna í teymum sem sameiginlega sinna fjölbreyttum verkefnum.

Við erum með nemaleyfi fyrir vélvirkja og hvetjum því nema sérstaklega til að sækja um.

Við hvetjum fólk til að sækja um óháð kyni, sem og nýútskrifað iðnmenntað fólk.

Bæði dagvinna og vaktavinna í boði.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Almenn vélvirkjastörf
 • Nýsmíði
 • Viðhald véla og verkfæra, tímanleg framkvæmd viðgerða og áætlunarviðhald
 • Þjónusta, viðgerðir og bilanagreining á búnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Sveinspróf á sviði vélvirkjunar eða skyldum fagsviðum
 • Metnaður og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni
 • Skipulagshæfni, nákvæmni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Ökuréttindi
 • Öryggisvitund
 • Enska töluð og rituð
Fríðindi í starfi
 • Áhugaverð störf í alþjóðlegu umhverfi
 • Faglegar áskoranir og vinna með nútíma tækni
 • Samkeppnishæf grunnlaun
 • Góða þjálfun
 • Námskeið, þjálfun og símenntun
 • Tækifæri til starfsþróunar
 • Hópefli
 • Niðurgreitt mötuneyti
 • Starfsmannafélag
Auglýsing stofnuð5. júlí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Bakkavegur 2, 640 Húsavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar