Íslenska Kalkþörungafélagið
Íslenska Kalkþörungafélagið

Leiðtogi

Íslenska kalkþörungafélagið ehf. (Ískalk) á Bíldudal óskar eftir leiðtoga til starfa

Við erum að leita að einstaklingi sem getur unnið við hlið verksmiðjustjóra við annað hvort stýringu framleiðslu eða því að stýra viðhaldi í verksmiðju okkar á Bíldudal. Það fer eftir viðkomandi hvort heldur sá eða sú fer í viðhaldsstjórnun eða framleiðslustjórnun. Verksmiðjustjóri mun sinna öðru hvoru á móti viðkomandi leiðtoga.

Verksmiðjan er starfrækt allan sólarhringinn en þetta starf er fyrst og fremst unnið á dagvinnutíma.

Á Bíldudal erum við í spennandi verkefnum við að framleiða úr kalkþörungum og fer framleiðsla okkar bæði í fóðurbæti en einnig til manneldis. Auk þess erum við í tilraunaverkefnum með vöruna í samstarfi við mismunandi aðila. Þetta er því ótrúlega fjölbreytt og spennandi starf.

Ef þörf er á aðstoðar Ískalk við leit og/eða útvegun húsnæðis

Viðkomandi leiðtogi þarf:

  • Að vera íslenskumælandi og hafa gott vald í íslenskri tungu
  • Að vera enskumælandi og geta einnig skrifað á ensku
  • Að hafa stýrt viðhaldi eða framleiðslu eða hafa góða reynslu af því að starfa innan slíkra starfa
  • Að eiga gott með að vinna með fólki og treysta sér til að stýra bæði fólki og verkefnum
  • Að geta leyst verksmiðjustjóra af vegna tilfallandi aðstæðna og í fríum

Fríðindi í starfi

Aðgangur að líkamsrækt

Auglýsing stofnuð4. júlí 2024
Umsóknarfrestur21. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnarteigur 4, 465 Bíldudalur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar