FSRE
FSRE

Sérfræðingur í áætlanagerð og kostnaðargreiningum

FSRE leitar að talnaglöggum og framsæknum einstaklingi með þekkingu og áhuga á gagnavinnslu og sjálfvirknivæðingu til að hafa yfirumsjón með áætlanagerð framkvæmda- og viðhaldsverkefna. Viðkomandi aðili fær tækifæri til að þróa áfram aðferðarfræði við kostnaðar- og áhættugreiningar verkefna auk eftirfylgni áætlana. Starfið tilheyrir teymi sérfræðinga á framkvæmdasviði sem veitir ráðgjöf og stuðning við starfsfólk FSRE þvert á svið, en einnig veita ráðgjöf til annarra ríkisstofnana og ráðuneyta eftir þörfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjárhags- og áhættugreining framkvæmda- og viðhaldsverkefna 

  • Framsetning gagna vegna ákvarðanatöku um framgang verkefna 

  • Uppfærsla, þróun og sjálfvirknivæðing kostnaðarbanka FSRE 

  • Rýni áætlana og greininga á sviði kostnaðar, tíma og áhættu, frá hönnuðum og verktökum 

  • Samræming og stuðningur við verkefnastjóra á fyrrgreindum fagsviðum 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 

  • Reynsla af áætlunargerð, spálíkönum, greiningarvinnu og framsetningu gagna 

  • Þekking á hönnun og/eða verklegum framkvæmdum æskileg 

  • Þekking á sjálfvirknivæðingu og nýtingu gervigreindar er kostur 

  • Þekking af hagnýtingu gagna og framsetningu með PowerBI eða sambærilegu skýrslugerðartóli 

  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni 

  • Frumkvæði, metnaður, skipulagsfærni og öguð vinnubrögð 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti 

Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur8. júlí 2024
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar