Umhverfis-og framkvæmdasvið
Umhverfis-og framkvæmdasvið
Umhverfis-og framkvæmdasvið

Skipulagsfulltrúi

Múlaþing auglýsir eftir skipulagsfulltrúa á umhverfis- og framkvæmdasvið.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert 100% framtíðarstarf í lifandi umhverfi.

Múlaþing er að vinna við nýtt aðalskipulag sem er mjög áhugaverð og skapandi vinna. Á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings starfar öflugur hópur sem samanstendur af vel menntuðum og kraftmiklum einstaklingum.

Næsti yfirmaður er framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Starfskraftur er með fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings; Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón skipulagsmála í sveitarfélaginu
  • Útgáfa framkvæmdarleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingaerindi
  • Umsjón með vinnu við gerð aðalskipulags Múlaþings
  • Umsjón með grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga og byggingaleyfa
  • Umsjón með lóðamálum og gerð lóðaleigusamninga
  • Auglýsir skipulagsáætlanir lögum samkvæmt
  • Lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
  • Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila
  • Önnur verkefni sem viðkomanda er falið af framkvæmda- og umhverfismálastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga nr. 123/2010 s.s. skipulagsfræðingur, arkitekt, byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur eða verkfræðingur
  • Amk. 2. ára starfsreynsla eða sérhæft nám í skipulagsmálum er skilyrði
  • Þekking af opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Mikil samskipta- og samstarfshæfni
  • Nákvæmni og hæfni í framsetningu efnis
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta í máli og ritun
Fríðindi í starfi

Heilsueflingarstyrkur

Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Bakki 1, 765 Djúpivogur
Hreppsstofa , 720 Borgarfjörður (eystri)
Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
Hafnargata 44B, 710 Seyðisfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar