Staðlaráð Íslands - Íslenskir staðlar
Staðlaráð Íslands - Íslenskir staðlar

Bókari með ríka þjónustulund

Býrð þú yfir góðri bókhaldsreynslu og hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum?

Staðlaráð Íslands óskar eftir að ráða jákvæðan og sveigjanlegan einstakling í starf bókara. Um fjölbreytt starf er að ræða og mun viðkomandi verða hluti af metnaðarfullu teymi á litlum en góðum vinnustað.

Staðlaráð Íslands – Íslenskir staðlar eru samráðsvettvangur þeirra sem hag hafa af stöðlun. Þar vinna nú sjö manns sem hafa á annað hundrað ár í samanlagða starfsreynslu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hefðbundin bókhaldsstörf s.s. fjárhagsbókhald og reikningagerð
  • Innheimta, uppgjör og afstemmingar
  • Verkbókhald og þátttaka í uppgjörum verkefna
  • Launavinnsla
  • Samskipti við hagaðila og viðskiptavini
  • Gerð sölu- og fjárhagsskýrslna, s.s. fyrir erlend staðlasamtök
  • Þátttaka í afgreiðslu- og sölumálum á móti mótttökufulltrúa og í hans fjarveru

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Nám til viðurkennds bókara
  • Háskólanám, s.s. í viðskipta- eða hagfræði, er kostur
  • Haldgóð þekking og reynsla af bókhaldi
  • Þjónustulund ásamt góðri samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á DK bókhaldskerfi er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku

Um Staðlaráð Íslands – Íslenskir staðlar:

Staðlaráð Íslands starfar samkvæmt lögum um staðla og eru hagsmunasamtök með 90 aðila. Hlutverk Staðlaráðs er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á staðlastarfi og eiga hagsmuna að gæta af gerð og notkun staðla hérlendis. Staðlaráð hefur að leiðarljósi að auka vöxt og nýsköpun íslensks atvinnulífs og bæta starfsskilyrði þess ásamt því að bæta vernd og öryggi neytenda. Staðlaráð veitir ráðgjöf, upplýsinga og þjónustu um hvaðeina sem lýtur að stöðlum og stöðlun. Jafnframt sér Staðlaráð um sölu staðla frá fjölmörgum staðlastofnunum.
Nánari upplýsingar um Staðlaráð Íslands – Íslenskir staðlar má finna á
www.stadlar.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing stofnuð13. júní 2024
Umsóknarfrestur1. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HagfræðingurPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.ViðskiptafræðingurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar