Síminn
Síminn
Síminn

Sérfræðingur í upplifun viðskiptavina

Við leitum að öflugum einstaklingi með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun umbótaverkefna í starf sérfræðings í upplifun viðskiptavina. Í hlutverkinu felst að tryggja að framúrskarandi upplifun viðskiptavina sé höfð í forgrunni við alla ákvarðanatöku innan Símans. Hlutverkið felur einnig í sér að hámarka jákvæða upplifun viðskiptavina af þjónustu fyrirtækisins og marka stefnu henni tengt.

Sérfræðingur í upplifun viðskiptavina heyrir beint undir Leiðtoga þjónustu og starfar á sölu- og þjónustusviði Símans ásamt því að vinna náið með öðrum stjórnendum Símans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kortleggja ferðalög viðskiptavina Símans með stafrænar dreifileiðir í fyrirrúmi
  • Vinna úr gögnum sem tengjast viðskiptavinum og vera rödd þeirra innan Símans
  • Útfærsla og stýring umbótaverkefna þvert á deildir Símans, með það að markmiði að skapa framúrskarandi upplifun viðskiptavina
  • Þátttaka á þverfaglegum verkefnum til að tryggja að upplifun viðskiptavina sé ávallt framúrskarandi
  • Tryggja að þarfir og upplifun viðskiptavina séu hafðar í huga við þróun á nýjum vörum, ferlum og þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkefnastýringar, verkfræði, viðskiptafræði eða í tengdum greinum er kostur
  • Reynsla af því að leiða umbótaverkefni sem stuðla að framúrskarandi upplifun viðskiptavina er kostur
  • Reynsla af því að tengja saman þarfir viðskiptavina við vöruþróun eða þróun hugbúnaðarlausna er kostur
  • Þekking á Jira er kostur
  • Skipulögð og vönduð vinnubrögð, bæði sjálfstætt og í teymum
  • Metnaður og umbótasinnuð hugsun
  • Frumkvæði og kraftur til að hrinda hugmyndum í framkvæmd
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, góð enskukunnátta og þjónustulund
Fríðindi í starfi
  • Árlegur líkamsræktarstyrkur 
  • Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar 
  • Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða 
  • Gleraugnastyrkur 
  • Afslættir af vörum og þjónustu Símans 
  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu 
  • Námsstyrkir
Auglýsing stofnuð13. júní 2024
Umsóknarfrestur30. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar