Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

BIM tæknir

Ístak leitar að metnaðarfullum og öflugum BIM tækni, en starfið heyrir undir BIM deild Ístaks. Viðkomandi mun styðja við þjónustur deildarinnar, s.s. gerð framleiðsluteikninga forsteyptra eininga fyrir steypuskála Ístaks, gerð framleiðslulíkana, s.s. steypu- og járnalíkön fyrir fjölbreytt verkefni, ásamt þátttöku í þróunar- og umbótaverkefnum innan deildarinnar.

Ístak er leiðandi verktakafyrirtæki og hluti af danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff. Fyrirtækið annast framkvæmdir á ýmsum sviðum, s.s. byggingar af ýmsu tagi, virkjanir, stóriðjuframkvæmdir, jarðvinnuverk, hafnarframkvæmdir, ásamt vega- og brúargerð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Gerð framleiðsluteikninga fyrir forsteyptar einingar eftir aðferðarfræði BIM.
  •  Líkanagerð af burðarvirkjum fjölbreyttra mannvirkja til framleiðslu, þ.m.t. stafræn járnbending.
  • Þátttaka í stöðugum umbótum og þróun innan BIM deildar.
  • Samskipti við samstarfsaðila, s.s. verkefnastjóra Ístaks og hönnuði.
  • Umsjón og stuðningur með stafrænum lausnum.
  • Önnur tilfallandi verkefni s.s. magntökur, samræmingar og árekstrargreiningar og sjónsköpun, s.s. renderingar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Próf í tækniteiknun eða sambærileg menntun.
  • Reynsla í gerð og framsetningu burðarþolsteikninga og/eða framleiðsluteikninga forsteyptra eininga.
  • Þekking og reynsla á BIM studd hönnunartól, s.s. Tekla Structures eða Revit.
  • Góð almenn tölvukunnátta, m.a. á Microsoft Office umhverfið.
  •  Góð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Geta til að sinna mörgum verkefnum samtímis og vinna að fjölbreyttum verkefnum.
  • Góð enskukunnátta, kunnátta í norðurlanda tungumáli kostur.
Fríðindi í starfi

Sem hluti af BIM teymi Ístaks mun viðkomandi hafa aðgengi að öflugu þekkingarneti með áherslu á þróun í starfi með viðeigandi námskeiðum og endurmenntun, ásamt því að hafa tækifæri til að takast á við fjölbreyttar áskoranir sem stuðla að faglegri starfsþróun.

Auglýsing stofnuð25. júní 2024
Umsóknarfrestur28. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar