EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Verkefnastjórnun samgönguverkefna

EFLA leitar að öflugum starfsmanni með reynslu af hönnunar- og verkefnastjórnun í samgöngutengdum innviðaverkefnum á Samfélagssvið fyrirtækisins. Viðfangsefnin felast í verkefnastjórnun fjölbreyttra hönnunarverkefna, þar sem tækifæri gefast til að vinna að krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í góðu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefna- og hönnunarstjórnun samgöngutengdra verkefna
  • Þróun, útfærsla og eftirfylgni með samgöngutengdum innviðaverkefnum
  • Samstarf við hönnunarteymi, samstarfs- og hagsmunaaðila
  • Greining og lausn áskorana í tengslum við innviðaverkefni
  • Áætlana- og skýrslugerð
  • Kynningar fyrir hagsmunaaðilum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
  • Reynsla af hönnunar- og verkefnastjórnun samgöngutengdra verkefna á hönnunarstigi
  • Góð samskiptahæfni og lausnarmiðuð hugsun
  • Sterk færni í verkefnastjórnun og skipulagningu
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Þekking í notkun hönnunarforrita t.d. AutoCad, M.Project o.fl. er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku, þekking á Norðurlandamáli er kostur
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Hleðsla á rafbíl
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur7. júlí 2024
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar