Dropp
Dropp
Dropp

Aðstoðarrekstrarstjóri

Dropp er með ánægðustu viðskiptavinina á Íslandi samkvæmt Íslensku Ánægjuvoginni 2023. Við setjum viðskiptavininn alltaf í fyrsta sæti og leggjum metnað í að veita góða þjónustu.

Við leitum að öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við stækkandi teymi hjá Dropp. Fyrirtækið er að vaxa hratt um þessar mundir og viðkomandi mun fá að kynnast öllum hliðum rekstursins.

Við gerum ekki kröfu um stjórnunarreynslu en starfið felst meðal annars í því að sinna ráðningum, vaktaskipulagi og áætlanagerð og býður því upp á mikil tækifæri fyrir framtíðarstjórnanda.

Við leitum að einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst áður en háannatími netverslunar hefst í nóvember.

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoðarrekstrarstjóri mun vinna náið með rekstrarstjóra og sinna sömu verkefnum og hann. Þeir munu skipta með sér verkefnum sem sum verða unnin í samstarfi þeirra á milli en í öðrum tilfellum mun aðstoðarrekstrarstjóri taka fulla ábyrgð á verkefnum.

Á meðal verkefna eru:

  • Ráðningar og þjálfun starfsfólks
  • Skipulagning vakta
  • Yfirumsjón með þjónustuveri
  • Yfirumsjón með flokkunarmiðstöð og akstri
  • Áætlanagerð
  • Innkaup
  • Sjá til þess að allt sé til staðar svo starfsfólk geti sinn sínum störfum, svo sem tæki, bílar, öryggiskerfi, tryggingar, þrif, o.s.frv.
  • Samskipti við stærstu viðskiptavini og samstarfsaðila
Auglýsing birt13. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Vatnagarðar 10, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar