PwC
PwC
PwC

Verkefnastjóri - vinnuáætlanir og innri störf

Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi til að sinna annars vegar verkefnastýringu á vinnuáætlun endurskoðunarsviðs og hinsvegar styðja við sviðsstjóra endurskoðunarsvið við dagleg innri verkefni.

PwC leggur áherslu á faglega uppbyggingu, þátttöku í námskeiðum og sérhæfingu starfsfólks. Sem partur af teymi sérfræðinga færðu aðgang að alþjóðlegu fagefni PwC og sérfræðihópum sem og tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum fræði- og umræðuhópum innan PwC samstarfsnetsins. Vinnutíminn er sveigjanlegur og við leggjum áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórnun vinnuáætlunar (50%)

    • Útbúa, eftirfylgni og uppfæra vinnuáætlanir fyrir endurskoðunarsvið PwC

    • Samskipti við stjórnendur og lykilstarfsmenn um áætlun verkefna og skipulagning áætlunar

    • Skipuleggja áætlanagerð og umsjón með framkvæmd

    • Stýra hópafundum um framgang áætlunar samanborið við raun.

 

  • Stuðningur við sviðsstjóra (50%)

    • Styðja sviðsstjóra endurskoðunarsviðs við dagleg verkefni, þar á meðal ýmsar lykilmælingar og eftirfylgni

    • Skrifa skýrslur og sinna aðgerðum og skjölun í gæðakerfi PwC

    • Skipuleggja og samræma innri ferla, tryggja skjalfestingu og rekjanleika gagna

    • Utanumhald tilboðsmála

    • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í viðskiptafræði, verkfræði eða skyldum greinum

  • A.m.k. 5 ára reynsla af verkefnastjórnun, skipulagningu eða áætlanagerð, helst tengd endurskoðun, fjármálum eða hjá þekkingarfyrirtæki

  • Þekking á endurskoðun eða fjármálamarkaði er kostur

  • Skipulagsgáfa og nákvæmni í vinnubrögðum

  • Góð hæfni í skriflegri og munnlegri tjáningu, bæði á íslensku og ensku

  • Reynsla af skýrslugerð og skjölun í gæðakerfum eða upplýsingakerfum er kostur

  • Frumkvæði, sjálfstæði og geta til að vinna í teymi

  • Sterk tölvukunnátta, sérstaklega í Excel og PowerPoint

  • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur26. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.Löggiltur endurskoðandiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar