Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Forstöðumaður frístundar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling til starfa sem forstöðumaður yfir frístundaheimilunum í Borgarbyggð. Þar þjónustum við börn í 1-4 bekk á fjórum starfsstöðvum; Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.

Um er að ræða 100% starf.

Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða öllum börnum þátttöku í fjölbreyttu frístundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Einnig að bjóða upp á umhverfi sem einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forstöðumaður ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd starfsins á fjórum starfsstöðvum ásamt aðstoðarforstöðumönnum og umsjónarmönnum. Hann sér um að efla félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd barnanna og að viðfangsefni í frístund séu fjölbreytt og að öll börn finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Stjórnun starfsmanna og almenn leiðsögn í starfi og eftirlit með frammistöðu er á hans hendi og einnig skipulag vinnutilhögunar starfsmanna.
  • Forstöðumaður sér um að starf frístundar sé í samræmi við verklagsreglur Borgarbyggðar og reglur um hlutverk frístundaheimila sem gefnar voru út af mennta og menningarmálaráðuneytinu.
  • Forstöðumaður frístundar ásamt aðstoðarforstöðumönnum sjá um undirbúning og framkvæmd á Sumarfjöri sem er leikjanámskeið fyrir 1.-4. bekk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði uppeldis, félags- eða tómstundamála.
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Reynsla af félags og tómstundastarfi. 
  • Reynsla af stjórnun.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
  • Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Ýmis afsláttarkjör
Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur26. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar