Verkefnastjóri á verkefnastofu
Verkefnastofa umhverfis- og skipulagssviðs leitar að drífandi og lausnarmiðuðum einstaklingi til að stýra umfangsmiklum verkefnum við skipulag, hönnun og framkvæmdir.
Á verkefnastofu er notast við aðferðafræði faglegrar verkefnastjórnunar í því skyni að tryggja gæði og skilvirkni verkefna. Unnið er í náinni samvinnu með öðrum sviðum og skrifstofum borgarinnar, ýmsum opinberum aðilum og öðrum hagsmunaaðilum. Dæmi um verkefni sem unnin eru á verkefnastofu eru stóru uppbyggingasvæðin (s.s. Ártúnshöfði, Skerjafjörður, Gufunes) og ýmis samstarfsverkefni (s.s. Borgarlínan og Sæbrautarstokkur).
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri.
- Stýra verkefnum sem ganga þvert á skrifstofur umhverfis- og skipulagssviðs.
- Leiða teymi sérfræðinga vegna umfangsmikilla verkefna, ábyrgð á gerð og framkvæmd áætlana og greininga.
- Þjálfa starfsfólk sviðsins sem stýrir verkefnum, vera þeim leiðbeinandi varðandi aðferðir verkefnastjórnunar og veita þeim ráðgjöf.
- Þróa og innleiða aðferðafræði, verkferla og vinnutæki verkefnastjórnunar.
- Stýra vinnustofum á vegum umhverfis- og skipulagssviðs.
- Þátttaka í starfshópum og vinnustofum.
- Umsjón með og samskipti við aðkeypta ráðgjafa eftir því sem við á, s.s. vegna samningagerðar.
- Samskipti og samráð við íbúa, ráðgjafa, svið og starfsstaði, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis auk annarra hagsmunaaðila.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun í verkfræði eða tæknigreinum, verkefnastjórnun eða sambærileg framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Reynsla af faglegri verkefnastjórnun er kostur.
- Vottun á sviði verkefnastjórnunar er kostur.
- Reynsla af framkvæmdum er kostur.
- Mjög góðir hæfileikar til samskipta, teymishugsun og færni til að leiða teymi.
- Hæfni til að miðla málum, leita lausna og leiða stöðugar umbætur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og frumkvæði í starfi.
- Reynsla eða þekking á gæðastjórnunarkerfum æskileg.
- Færni til framsetningar og greiningar á flóknum gögnum.
- Góð íslenskukunnátta, C1-C2 skv. samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2.