
Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum
Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum sem vilja byggja lausnir framtíðarinnar
Hugvit & tækni hjá Orkuveitunni leitar að dúerum – reyndum forriturum og hugbúnaðarsérfræðingum sem brenna fyrir því að skapa, þróa og koma lausnum í framkvæmd. Ef þú hefur sterka tækniþekkingu, þorir að taka ábyrgð og vilt vinna að kerfum sem skipta máli fyrir samfélagið, þá erum við að leita að þér.
Þú munt taka þátt í að þróa og viðhalda flóknum hugbúnaðarkerfum sem styðja við innviði Orkuveitunnar og dótturfélaga. Þú vinnur náið með teymum að því að útfæra hönnun fyrir örugg, stöðug og notendavæn kerfi og færð að sýna hvað þú getur.
Hver er þessi dúer sem við leitum að?
- Þú hefur gaman af því að kóða, samþætta og smíða hugbúnað.
- Þú skilur kerfisuppbyggingu og átt auðvelt með að tengja saman lausnir.
- Þú hefur auga fyrir gæðum og vilt skilja “hvers vegna” hlutirnir eru eins og þeir eru.
- Þú ert ekki bara hugsuður, þú ert framkvæmdaaðili með drif og metnað.
- Þú ert með menntun eða reynslu sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði eða annað sambærilegt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Smíði og viðhald á hugbúnaðarkerfum og veflausnum.
- Samþætting kerfa og vefþjónusta.
- Náin samvinna við arkitekta og notendur við útfærslu lausna.
- Sjálfvirknivæðing, prófanir og útgáfustýring með DevOps verkfærum.
- Samvinna við ytri samstarfsaðila þar sem þarf.
Advertisement published3. October 2025
Application deadline19. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
.NETAzureSQLWeb development
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Infrastructure & Security Engineer
Too Lost

Vefforritari
Arion banki

Origo leitar að Full Stack forritara
Origo ehf.

Stafrænn vörustjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Rekstrarstjóri upplýsingatækni
Þjóðskjalasafn Íslands

Sérfræðingur í þjónustu við bókasöfn
Landskerfi bókasafna hf.

Tæknirekstrarstjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Hugbúnaðarsérfræðingur
Retric ehf.

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀
Mynstra

Hugbúnaðarsérfræðingur í Sérlausnum og samþættingu
Advania