Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs

Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að öflugum stjórnanda til að leiða teymi hugbúnaðarsérfræðinga á upplýsingatæknisviði. Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs heyrir undir framkvæmdastjóra sjóðsins og situr í framkvæmdastjórn. Viðkomandi mun leiða stefnumótun upplýsingatækni, vinna að þróun hugmynda og skipulag verkefna ásamt því að leggja áherslu á gæði, tæknilega framþróun og afhendingu lausna.

Forstöðumaður hefur góða yfirsýn yfir kerfi og viðskiptaferla sem falla undir ábyrgðarsvið í samræmi við upplýsingatæknistefnu sjóðsins. Starfið felur í sér stefnumótun, þróun hugmynda og skipulag verkefna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.

Á upplýsingatæknisviði starfa 11 hugbúnaðarsérfræðingar sem þróa og viðhalda hugbúnaði sjóðsins. Umfangsmikil kerfi eru þróuð af starfsfólki sviðsins sem meðal annars styðja við grunnstarfsemi og halda utan um réttindi sjóðfélaga og eignir sjóðsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótun og innleiðing stefnu og markmiða í upplýsingatækni. 
  • Forysta og stjórnun.  
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna, eftirfylgni og árangursmat. 
  • Skipulag og þróun mannauðs.  
  • Fylgni við gæðakröfur, verklagsreglur, stefnumið og kröfur sem gerðar eru til eftirlitsskyldra aðila á fjármálamarkaði.  
  • Viðskiptahugsun í takt við markaði og tækifæri. 
  • Samskipti við ytri eftirlitsaðila.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.  
  • Reynsla af forystu og stjórn verkefna. 
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.  
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.  
  • Geta til að móta stefnu og koma hugmyndum í framkvæmd. 
  • Framsýni, frumkvæði og nýsköpunarhæfni. 
  • Reynsla af hugbúnaðarþróun. 
  • Reynslu af túlkun gagna og greiningu, kynningum og miðlun upplýsinga.
  • Hæfni og geta til að vinna undir álagi. 
Advertisement published2. October 2025
Application deadline20. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags