Mynstra
Mynstra
Mynstra

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀

Mynstra er ungt og metnaðarfullt fyrirtæki sem vinnur að því að gera gervigreind aðgengilega og hagnýta í íslensku atvinnulífi. Við erum að leita að ævintýramanneskju sem vill taka þátt í að byggja upp sprota, prófa nýjar hugmyndir og móta starfið með okkur.

Hlutverkið er opið – það getur hallað meira að hugbúnaðarþróun, gagnavinnslu, ráðgjöf eða fræðslu – eftir styrkleikum og áhugasviði þess sem gengur til liðs við okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa hugbúnaðarlausnir með gervigreind sem lykilþátt
  • Hanna og prófa frumgerðir með viðskiptavinum
  • Styðja við fræðslu og námskeið í hagnýtingu gervigreindar
  • Vinna með gögn, flæði og sjálfvirkni til að bæta ferla
  • Taka þátt í mótun og þróun eigin vara Mynstru
  • Hafa áhrif á framtíð og stefnu fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í STEM námi (t.d. verkfræði, tölvunarfræði, stærðfræði eða skyldum greinum)
  • Reynsla eða áhugi á gervigreind og sjálfvirkni
  • Skapandi hugsun og vilji til að prófa nýja hluti
  • Forvitni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni til að vinna náið með öðrum og taka frumkvæði

(kostur en ekki skilyrði)

  • Þekking á hugbúnaðarþróun eða gagnavinnslu
  • Reynsla úr ráðgjöf eða verkefnastjórnun
  • Kunnátta í byggingariðnaði eða öðrum sérhæfðum geirum
Fríðindi í starfi
  • Tækifæri til að vera lykilhluti í uppbyggingu sprotafyrirtækis frá grunni
  • Mikill sveigjanleiki í vinnu og verkefnum
  • Hraður lærdómur og aðgangur að nýjustu tækni
  • Að hafa raunveruleg áhrif á vörur og framtíð fyrirtækisins
  • Persónulegt frelsi til að móta starf og hlutverk
Advertisement published28. September 2025
Application deadline12. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Type of work
Professions
Job Tags