
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Hugbúnaðarsérfræðingur í Sérlausnum og samþættingu
Advania leitar eftir metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi til starfa í Sérlausnum og samþættingu, innan Hugbúnaðarlausna Advania.
Við hjá Advania tökum virkan þátt í stafrænu umbreytingarferli opinberra aðila. Í teymi okkar fyrir Sérlausnir og samþættingu sérhæfum við okkur í ráðgjöf, hönnun og þróun lausna sem styðja við ferla viðskiptavina með snjöllum og notendavænum hætti. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, þar sem tækni er nýtt á skapandi hátt til að einfalda og bæta starfsemi viðskiptavina okkar.
Ef þú hefur bakgrunn í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði, brennandi áhuga á hugbúnaðargerð og vilt taka þátt í verkefnum sem skipta máli, þá hvetjum við þig eindregið til að sækja um.
Við bjóðum
- Spennandi og fjölbreytt verkefni
- Tækifæri til að vinna að stafrænum umbreytingum í íslensku samfélagi
- Vinnuumhverfi þar sem teymisvinna, fagmennska og persónulegur vöxtur eru í fyrirrúmi
Starfssvið
- Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila
- Greining, hönnun og þróun hugbúnaðarlausna
- Þátttaka í teymisvinnu
Hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
- Þekking af þróun í .NET C#, Javascript, HTML, CSS, SQL
- Þekking og reynsla af þróun í framenda er kostur
- Reynsla af Scrum/Agile
- Góð samskipta- og greiningarfærni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Advertisement published1. October 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Hugbúnaðarsérfræðingur
Retric ehf.

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀
Mynstra

Full stack forritari
CEO HUXUN ehf

IT Service Desk Agent
Air Atlanta Icelandic

Sérfræðistarf - Samhæfingarmiðstöð
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Software Engineer
CookieHub

Tæknilegur þjónustufulltrúi - Tímabundið starf
Alfreð

Sérfræðingur í þjónustu við bókasöfn
Landskerfi bókasafna hf.

Linux sérfræðingur
Sensa ehf.