

Ert þú nýr vefstjóri Advania?
Ert þú með auga fyrir góðri notendaupplifun og nýtur þess að hafa puttana í stafrænum lausnum? Þá gætir þú verið næsti vefstjóri Advania!
Við leitum að frumkvæðisdrifnum einstaklingi sem nennir ekki að standa í stað - heldur vill þróa, betrumbæta og gera vefinn okkar að enn betri stað fyrir viðskiptavini og samstarfsfólk. Þú munt leiða vefmál Advania á Íslandi og vinna þvert á teymi og svið - með fullt frelsi til að koma með hugmyndir og láta þær verða að veruleika.
Þetta er ekki bara „halda vefnum gangandi“ starf - þetta er að móta stafræna ásýnd eins stærsta tæknifyrirtækis landsins. Þú færð að vinna með skapandi markaðsteymi sem elskar að gera hlutina vel og með smá tvisti. Við erum með stúdíó, viðburði, herferðir og fullt af fólki sem nennir að gera hlutina almennilega - og þú verður hluti af því.
Hvað felst í starfinu?
- Vefstjórn: Umsjón með advania.is – bæði tæknileg og efnisleg ábyrgð, samvinna við vefdeild og áframhaldandi þróun.
- Úrvinnsla markaðstækifæra: Vinna með markaðssérfræðingum að lead generation í HubSpot.
- SEO & greiningar: Sjá til þess að vefurinn standi sterkur í leitarvélum - með tilliti til gervigreindar, framkvæma reglulegar greiningar á vefnotkun, UX og heatmap.
- Textaskrif & efni: Skrifa efni fyrir vef, bloggfærslur, lendingarsíður, tölvupósta og samfélagsmiðla í samstarfi við samskiptastjóra og markaðsteymið.
- Samstarf við vefdeild: Vera tengiliður við tækniteymi og tryggja að verkefni á vefnum gangi frá hugmynd til framkvæmdar.
Við leitum að þér sem:
- Hefur reynslu af vefstjórnun og markaðsverkfærum (t.d. HubSpot, Dynamics eða sambærilegt).
- Kannt að skrifa gott efni sem er bæði skýrt og hnitmiðað.
- Hefur þekkingu á SEO, greiningartólum og best practices í UX.
- Getur haldið í við nýjustu strauma í SEO, greiningu og gervigreind og kemur hugmyndum í framkvæmd.
- Hefur skipulagshæfni, lausnamiðað hugarfar og átt auðvelt með að vinna með ólíkum teymum.
- Hefur áhuga á að fylgjast með nýjustu straumum í stafrænu markaðsumhverfi og innleiða þá í starfið.
Hvað bjóðum við?
Hjá okkur færð þú að vinna í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi þar sem þjónusta, nýsköpun og teymisandi eru í forgrunni. Þú verður hluti af sterku markaðsteymi sem vinnur náið með rekstrarsviðum félagsins og Advania Group.
Þetta er tækifæri til að móta stafræna ásýnd Advania á Íslandi og stuðla að því að við séum alltaf með öflugasta vefinn, bestu notendaupplifunina og árangursdrifna markaðstækni.













