SASS og Orkídea
SASS og Orkídea
SASS og Orkídea

VERKEFNASTJÓRI MIÐLUNAR

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Orkídea samstarfsverkefni leita að lausnamiðuðum og skapandi verkefnastjóra miðlunar til starfa.

Ráðið er í starfið til 2ja ára með möguleika á framlengingu.

Viðkomandi mun vinna þvert á svið og verkefni og sinna m.a. heimasíðum, efnisgerð og upplýsingamiðlun fyrir SASS, Orkídeu og eftir atvikum önnur félög í eigu eða umsjón SASS.

Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og góðrar hæfni í samskiptum, þar sem verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og atvinnulíf á Suðurlandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og þróun heimasíðna og samfélagsmiðla
  • Efnis- og textagerð fyrir vefi og samfélagsmiðla, á íslensku og ensku
  • Ritstýring, fréttir, blogg og viðtöl
  • Þróun og uppsetning fréttabréfa, skýrslna og annars kynningarefnis
  • Aðstoð og samhæfing í miðlunar- og upplýsingaverkefnum
  • Almenn samskipti við fjölmiðla, samstarfsaðila, íbúa og hagsmunaaðila
  • Markaðssetning á Suðurlandi
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði miðlunar, markaðssetningar, íslensku eða blaðamennsku
  • Reynsla og hæfni í textaskrifum er skilyrði
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
  • Þekking á stafrænum miðlum og vefkerfum
  • Góð tölvukunnátta og aðlögunarhæfni
  • Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði.
  • Lausnamiðuð hugsun, snerpa og færni til að vera með ”puttann á púlsinum”
  • Þjónustulund og rík færni til samstarfs og samskipta
  • Góðar tengingar við sveitarstjórnir og fyrirtæki á Suðurlandi er kostur
  • Búseta á Suðurlandi er mikill kostur
Advertisement published18. September 2025
Application deadline5. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Austurvegur 56, 800 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags