

Afgreiðsla í verslun og samfélagsmiðlar.
FRAMTÍÐARSTARF - FULLT STARF, HLUTASTARF
30-100% starfshlutfall - Umsemjanlegt
Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum og duglegum starfsmanni til að sinna afgreiðslu og sölustarfi ásamt því að taka til pantanir viðskiptavina. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt.
Allt í köku ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu ásamt því að reka öfluga vefverslun. Við leitum að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á kökuskreytingum og bakstri ásamt veisluskreytingum.
Um er að ræða framtíðarstarf
Starfið miðast við vinnu á virkum dögum sem og laugardaga.
Vinnutími helst að jafnaði í hendur við opnunartíma.
Um er að ræða almenn verslunarstörf, áfyllingar sem og umsjón með samfélagsmiðlum í samvinnu við aðra.
Þjónustulund, jákvæðni, styrkleiki í samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð eru topp eiginleikar!
Reyklaus vinnustaður.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
- Afgreiðsla
- Sölumennska
- Afgreiða pantanir af vefverslun
- Útstillingar og áfyllingar í verslun
- Almenn tölvukunnátta skilyrði
- Reynsla af Shopify mikill kostur
- Reynsla af samfélagsmiðlum skilyrði (Facebook, Instagram og Tiktok)
- Þjónustulund
- Söluhæfileikar
- Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Reynsla í þjónustustörfum
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Hreint sakavottorð












