
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Tæknimaður í þjónustuteymi á Norðurlandi
Við leitum að öflugum og áhugasömum einstaklingi til að ganga til liðs við tækniþjónustuteymi okkar á Norðurlandi. Starfssvæði er aðallega frá Akureyri að Blönduósi.
Um starfið
Starfið felst í tækniþjónustu við viðskiptavini okkar í gagnaverum ásamt almennri þjónustu á tölvubúnaði. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast sjálfstæðra vinnubragða, greiningarhæfni og góðrar skipulagshæfni.
Helstu verkefni
- Uppsetning, bilanagreining og lausn vandamála í vélbúnaði í gagnaverum
- Uppsetning og viðhald á öðrum tölvubúnaði
- Umsýsla og meðhöndlun vara og aukahluta í tölvubúnað
- Samskipti við viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila
Hæfniskröfur
- Brennandi áhugi á upplýsingatækni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Greiningarfærni og lausnamiðuð hugsun
- Gott vald á ensku í töluðu og rituðu máli
- Gilt ökuskírteini
- Hreint sakavottorð
Kostir
- Þekking á gagnaverum og innviðum þeirra er mikill kostur
- Vottanir í eða reynsla af bilanagreiningu á netþjónum, tölvu- og hugbúnaði er kostur
Við bjóðum
- Formlega þjálfun og vottun í tæknibúnaði og þjónustu
- Tækifæri til að vinna með öflugu og samhentu teymi
- Sveigjanleika og fjölbreytt verkefni á spennandi starfssvæði
Advertisement published1. October 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Austursíða 6, 603 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Leggðu línuna til Rarik - verkstjóri á Hvolsvelli
Rarik ohf.

Rafeineindavirki / Rafvirki
Exton ehf

Rafvirkjar og vélvirkjar
Norðurál

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek

Umsjónarmaður fjarvarmaveitu á Seyðisfirði
HEF veitur ehf.

Deildarstjóri háspennuinnviða
Rafal ehf.

IT Service Desk Agent
Air Atlanta Icelandic

Tæknimaður
Hegas ehf.

Sérfræðingur í vélasölum
Reiknistofa bankanna

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Tæknimaður
Bako Verslunartækni